top of page

Thu, 02 Jun

|

Reykjavík

Jafnrétti í fjárfestingum sprotafyrirtækja á Íslandi

Aðilar að Framvís, sem eru íslenskir englafjárfestar og vísisjóðir, eru meðvitaðir um þann kynjamun sem hefur verið í fjárfestingum hér á landi og er vilji til að auka gagnsæi mælinga og opna umræðu til að breytingar megi verða í átt að auknu jafnrétti.

Time & Location

02 Jun 2022, 09:00 – 11:00

Reykjavík, Brynjólfsgötu 1

About the event

Framvís - Samtök vísifjárfesta á Íslandi, hefur tekið saman tölfræði um fjárfestingar frá íslenskum vísisjóðum og unnið að samantekt, samræmingu og greiningu gagna með KPMG. Í framhaldi af þeirra vinnu er Framvís með þennan viðburð um jafnrétti og fjárfestingar þar sem tölurnar verða kynntar ásamt því að fá til okkar aðila úr stuðningsumhverfi nýsköpunar, frumkvöðla og aðra aðila með framsögu til að fá innsýni í það hvar við erum stödd í dag, hugsanlegar orsakir og hvað er hægt að gera til að jafna kynjamun í fjárfestingum sprotafyrirtækja á Íslandi og auka fjölbreytni.

Aðilar að Framvís, sem eru íslenskir englafjárfestar og vísisjóðir, eru meðvitaðir um þann kynjamun sem hefur verið í fjárfestingum hér á landi og er vilji til að auka gagnsæi mælinga og opna umræðu til að breytingar megi verða í átt að auknu jafnrétti.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

DAGSKRÁ 9:00 - 11:00

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

- Opnun frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

- Rannís, Ágúst Hjörtur Ingþórsson Forstöðumaður.

- Tulipop, Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri Tulipopp

- KLAK - Icelandic Startups, Gulleggið

- AVO, Stefanía Ólafsdóttir Meðstofnandi og framkvæmdastjóri AVO

- KPMG, Ásgeir Skorri Thoroddsen Verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði KPMG

- PayAnalytics, Margrét Vilborg Bjarnadóttir, Meðstofnandi PayAnalytics

- Samtök Iðnaðarins, Nanna Elísa Jakobsdóttir, Viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði

- Vala Halldórsdóttir

- Northstack, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Stofnandi Northstack

- Fundarstjórn: Svana Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Framvís og framkvæmdastjóri Frumtak Ventures.

- - - - - - - - - - - -

Undir lokin munu svo fara fram panelumræður:

- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect

- Sigríður Heimisdóttir Sérfræðingur hjá Rannís

- Ásgeir Skorri Thoroddsen Verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði KPMG

- Sigurður Arnljótsson, Brunnur Ventures

- Haraldur Hugosson hjá Northstack mun stýra umræðum.

- - - - - - - - - - - -

Framvís - Samtök vísifjárfesta er samstarfsvettvangur engla- og vísifjárfesta sem vinna að því að efla vistkerfi vísifjárfestingar á Íslandi. Samtökin starfa náið með hinu opinbera að stefnumótun og stuðla að vönduðum vinnubrögðum með fræðslu, upplýsingagjöf og gagnasöfnun.

Share this event

bottom of page